Ódýr og einföld hleðslulausn fyrir fyrirtæki

e1 opnar aðgang fyrir fyrirtæki!

e1 býður hleðslulausn fyrir fyrirtæki sem veitir viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum notendum aðgang að rafbílahleðslum fyrirtækisins hvenær sem er og á hvaða verði sem fyrirtækið vill bjóða!

Bullet point green list

Innifalið

  • Aðgangsstýring að hleðslustöðvum fyrirtækisins með e1 appinu eða lyklinum

  • Álagsstýring hleðslustöðva í neti fyrirtækisins

  • Mæling notkunar og greiðslumiðlun

  • Uppsetning og hýsing á hleðsluneti fyrirtækisins*

  • Gott samstarf við sölu- og uppsetningaraðila hleðslustöðva fyrirtækisins

A green icon of a wallet

Kostnaður

Einungis er greiddur lágur mánaðarlegur kostnaður fyrir hýsingu hverrar hleðslustöðvar/tengils.

  • Hleðslustöð (ekki í appi) kr. 620 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda

  • Hleðslustöð (AC) kr. 990 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda

  • Hraðhleðslustöð (DC) kr. 2.990 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda

  • Færsluhirðing fyrir allar gerðir hleðslustöðva 20% þóknun

Green communication bubbles

Hafa samband / Fyrirspurn um þjónustuna

Senda fyrirspurn á ráðgjafa varðandi e1 hleðslulausn og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Green information circle

Nánari upplýsingar fyrir fyrirtæki

Fyrirtækið fær mánaðarlega skýrslu og uppgjör (greiðslu inn á reikning) vegna hleðslustöðva í fyrirtækjanetinu þann 15. hvers mánaðar. Skýrslan veitir m.a. upplýsingar um fjölda notenda, fjölda kWh, kostnað og tekjur.Fyrirtækið fær jafnframt aðgang að þjónustukerfi e1 og stýrir því sjálft þjónustunni við eigin hleðslunet; sbr. uppsetningu nýrra notenda (t.d. starfsfólks). Þá getur fyrirtækið ákveðið verð per kWh eftir tíma sólarhrings, vikudögum, árstíðum, o.fl. Einnig er hægt að setja upp mismunandi verð til mismunandi hópa, sbr. starfsfólks, viðskiptavina og annarra og hægt að velja að veita hópunum ýmis fríðindi, sbr. afslátt af notkun, inneign fyrir notkun eða jafnvel fríhleðslur.

*Hleðsluþjónusta e1 annast hýsingu á hleðsluneti í eigu fyrirtækisins en rekstur hleðslustöðvanna er á ábyrgð fyrirtækisins.

Afvirkjun aðgangs er tilkynnt á www.e1.is fyrir 15. hvers mánaðar.

Sækja Fyrirtækjabækling

Hér getur þú sótt upplýsingabækling sem lýsir því hvað er innifalið í e1 hleðslulausninni fyrir fyrirtæki.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Poster for downloading resources