e1 – Persónuverndarstefna

Öll meðferð e1 á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim. Jafnframt sér e1 til þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins sé í samræmi við framangreind lög og framfylgir því að vinnsluaðilar sem fá aðgang að persónuupplýsingum fylgi þeim einnig.

e1 sér til þess að einstaklingar í viðskiptum við e1 séu upplýstir um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað á vegum fyrirtækisins og í hvaða tilgangi hún er unnin. e1 tryggir að vinnsla fari ekki fram í öðrum tilgangi en upplýst hefur verið um nema með fullri vitneskju viðkomandi og fullnægjandi heimild um þá vinnslu samkvæmt persónuverndarlögum.

Einstaklingar geta óskað upplýsinga um þá vinnslu sem á sér stað hjá e1 og varðar þá sjálfa. Þeir geta andmælt vinnslunni telji þeir að hún sé ekki í samræmi við gildandi lög og reglur og ef þeir óska þess krafist þess að rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.