Viðskiptaskilmálar

1. Gildissvið

e1 kt. 630115 - 1400, Bjargargata 1, 101 Reykjavík, selur m.a. hýsingu og þjónustu við rafbílahleðslunet, m.a. fyrir húsfélög og fyrirtæki.

Hér á eftir fara almennir viðskiptaskilmálar e1, sem gilda skulu um alla viðskiptasamninga e1 og viðskiptavina þess. Viðskiptavinir e1 samþykkja að með gerð viðskiptasamnings við e1, hvort sem hann er gerður skriflega, munnlega eða með rafrænum hætti, þá gilda um hann þessir viðskiptaskilmálar. Með greiðslu fyrsta reiknings fyrir þjónustuna staðfestir viðskiptavinur viðskiptasamband sitt við e1 og að um það gildi þessir viðskiptaskilmálar e1.

2. Verð, greiðsluskilmálar, innheimta, vextir og afvirkjun viðskipta

Verð fer eftir gildandi verðskrá e1 hverju sinni, ef ekki er samið um annað. Verð kemur fram á mánaðarlegum reikningi e1 til viðskiptavinar. e1 ber að innheimta skatta og gjöld skv. gildandi löggjöf hverju sinni. Viðskiptavinur skal greiða mánaðargjald skv. reikningi frá e1. Gjalddagi er 3. dagur næsta mánaðar eftir notkunarmánuð þjónustunnar.

3. Uppsögn viðskiptasamnings og/eða riftun

Viðskiptasamningur við e1 er ótímabundinn. Afvirkjun samnings er tilkynnt á www.e1.is/hafa-samband fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin þá gildi næstu mánaðarmót á eftir. Ekki er lokað fyrir aðgang ef um ræðir skemmri tíma en einn mánuð. e1 er heimilt að afvirkja aðgang viðskiptavinar að hleðsluneti í hýsingu hjá e1 ef vanskil eiga sér stað að því gefnu að e1 hafi fyrst upplýst viðskiptavininn skriflega um það.

4. e1 lyklar, umsókn og útgáfa

e1 gefur út lykla og rekur e1 appið vegna viðskiptasamninga um hýsingu og þjónustu í hleðslunetum viðskiptavina. Skilmálar þessir gilda fyrir e1 lykla og e1 appið, sem tengd eru með greiðslukorti. Greitt er fyrir notkun á hleðslum í neti e1 ýmist með e1 lyklinum og/eða í e1 appinu. Úttektir eru gerðar með e1 lykli og þær innheimtar með færslu um kortareikning viðkomandi e1 lykils. Innheimta kortafærslu fer eftir skilmálum viðkomandi kortafyrirtækis. Skilmálar þessir eru samþykktir við skráningu í viðskipti við e1 og er samþykki staðfest við fyrstu notkun/greiðslu á e1 lykli.

e1 lykill er eign e1 en meðferð og notkun hans er alfarið á ábyrgð skráðs handhafa lykilsins. Handhafa lykils ber að kynna sér viðskiptaskilmála þessa. Glatist e1 lykill skal handhafi þegar í stað aftengja lykilinn greiðslukorti á vefsíðu e1 (mínum síðum). Jafnframt er unnt að tilkynna það í símanúmer e1 sbr. vefsíðu www,e1.is/um-okkur. Handhafi lykils ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðum lykli þar til lykill hefur verið aftengdur greiðslukorti.

e1 áskilur sér rétt til að loka og/eða afvirkja e1 lykil fyrirvaralaust ef um misnotkun eða vanskil er að ræða. Skráður handhafi e1 lykils skuldbindur sig til að greiða að fullu úttektir sem framkvæmdar eru með e1 lykli og í samræmi við gildandi verðskrá e1 eða viðskiptavina e1 fyrir hleðslur á hverjum tíma.

Sótt er um e1 lykla á vefsíðu e1 XX. e1 appið er sótt í gegnum snjallsíma í Google Play og IOS Appstore.

5. Breytingar á viðskiptaskilmálum

e1 áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum. Breytingar á viðskiptaskilmálum taka gildi frá birtingu þeirra á heimasíðu e1.

6. Framsal

Réttindi og skyldur samkvæmt viðskiptaskilmálum þessum getur viðskiptavinur ekki framselt, flutt eða falið öðrum án samþykkis e1 og sérhvert meint framsal eða flutningur án slíks samþykkis er ógilt með öllu. e1 skal ekki með ósanngjörnum hætti synja um slíkt samþykki eða draga að taka afstöðu til beiðnar um slíkt samþykki. e1 er heimilt að framselja réttindi og skyldur skv. samningi þessum til félags innan sömu samstæðu.

7. Lausn ágreiningsmála

Komi upp ágreiningur út af viðskiptaskilmálum þessum skulu aðilar leitast við að leysa hann í sátt. Rísi mál út af þeim skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

8. Persónuvernd

Til að uppfylla skyldur sínar skv. skilmálum þessum og lögum samkvæmt vinnur e1 með tilteknar persónuupplýsingar um viðskiptavini. Um vinnslu persónuupplýsinga fer samkvæmt persónuverndarstefnu e1 sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins.

9. Gildistaka

Viðskiptaskilmálar þessir taka gildi frá og með 1. febrúar 2022.