e1 er deilihagkerfi fyrir rafbílahleðslur sem þjónustar rafbílaeigendur, húsfélög, fyrirtæki og stærri samstarfsaðila.
Við tengjum saman allar þarfir fyrir rafbílahleðslur með því að einfalda aðgengi að hleðslustöðvum fjölda þjónustuaðila - í einu appi!
Nú geta rafbílaeigendur notið þjónustu frá mörgum af öflugustu þjónustuaðilum hleðslustöðva á Íslandi í e1 appinu
Hleðslunet e1 hefur vaxið gífurlega hratt á undanförnum 3 árum. Viðskiptavinir okkar kunna virkilega að meta einföldun á aðgengi að hleðslustöðvum í einu appi. Það er okkar metnaður að rafbílaeigendur upplifi góða og einfalda þjónustu á ferðinni um landið.
e1 hleðslunetið veitir rafbílaflota fyrirtækisins aðgengi að hleðslustöðvum fjölda þjónustuaðila um land allt.
Hleðslusaga og skýrslur ásamt aðgengi að mínum síðum fyrirtækisins þar sem hægt er að taka út skýrslur eftir þörfum.
Einn reikningur fyrir allri notkun á landsvísu sem gefur yfirsýn á einum stað.
*Verð eiga við AC hleðslustöðvar, allt að 22kW. Hafið samband vegna Hraðhleðslustöðva/DC