Saga e1 - hleðslulausnir fyrir rafbíla

e1 var stofnað í janúar 2015 en félagið var stofnað með það að markmiði að þróa og koma á markað farsímalausn sem tengir saman  rafbílaeigendur og eigenda hleðslustöðva. Þannig er markmiðið að skapa markaðstorg eða deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Við orkuskipti í samgöngum er þörf á mikilli uppbyggingu innviða. Í tilfelli rafbíla er aðgengi að hleðslustöð mikilvægur þáttur meðal annars í ljósi þess að drægni þeirra er almennt minni  en annarra hefðbundinna orkugjafa. Með farsímalausn e1 geta rafbílaeigendur fengið yfirsýn yfir allar aðgengilegar hleðslustöðvar fyrir sinn rafbíl. Þegar hleðslustöðvum fjölgar þá getur verið erfitt fyrir rafbílaeiganda að finna rétta hleðslustöð sem passar fyrir hans bíl ásamt því að vita hvaða stöð býður uppá hagstæðasta verð. Þessi lausn mun einnig gera fólki auðveldara fyrir að venjast því að eiga rafbíl.